Fjármálastjóri til leigu
Fjármálastjóri til leigu
Hluti af góðri stýringu fjármála er að fá sem mest fyrir peninginn. Þess vegna getur 'fjármálastjóri til leigu' hentað þínu fyrirtæki í tímabundinni afleysingu eða við umbreytingar. Það er einnig frábær leið til að skynja hvernig starf fjármálastjóra virkar innan fyrirtækisins.
Fjármálastjóri til leigu er þjónusta sem hentar fyrirtækjum og stofnunum til skemmri eða lengri tíma. Verkefnið er sniðið að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig, mikilvægt er að fá aðgengi að kerfum kaupanda þjónustunnar, en þó þannig að bókhald og greiðsla reikninga sé áfram hjá kaupanda.
Heppilegast er að eiga reglulega fundi með bókara og framkvæmdastjóra, hvort sem það kallar á fyrirfram ákveðna viðveru á staðnum eða með fjarfundum.